fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Lygileg frásögn: Haaland mætti inn í ísbílinn og fór að afgreiða fólk – „Fyrirgefðu, það er lokað“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. júní 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður í ísbíl var ansi hissa þegar Erling Braut Haaland stökk inn í bílinn hans í fagnaðarlátum leikmanna Manchester City á dögunum.

Leikmenn City fögnuðu því að sigra þrennuna á götum Manchester á mánudag.

Í fagnaðarlátunum fékk Haaland sér ís hjá Ejaz Azam.

„Ég var bókaður í fögnuðinn til 23 en það var mikið af fólki svo ég komst ekki. Hann kom um hálf eitt og fyrst sá ég ekki að þetta væri hann. „Fyrirgefðu, það er lokað,“ sagði ég fyrst við hann.

Það var einhver með honum og spurði hvort ég ætlaði virkilega ekki að afgreiða Haaland.“

Þá áttaði Azam sig.

„Ég sagði honum að það væri opið fyrir hann allan sólarhringinn. Hann sagði að það væri allt í lagi ef það er lokað, ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Ég opnaði samt fyrir hann og hann bað um krap. Svo spurði hann hvort hann mætti ekki bara koma inn fyrir. Ég leyfði honum það og hann fór að afgreiða viðskiptavini, svo gerði hann sinn eigin ís,“ segir Azam sem kveðst virkilega sáttur með uppákomuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“

Eldræða Amorim: Segir lið sitt hugsanlega það versta í sögunni – „Gjörið svo vel, þarna er fyrirsögnin ykkar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur