Það fóru tveir leikir fram í Lengjudeild karla í kvöld.
Fjölnir gerði afar góða ferð til Grindavíkur og vann 0-1 sigur í stórleik kvöldsins.
Liðið er þar með komið á toppinn, allavega þar til á morgun. Grindavík er í þriðja sæti.
Grótta vann Ægi 2-1. Markalaust var eftir fyrri hálfleik og eftir korter í þeim seinni brenndu Ægismenn af víti.
Heimamenn fengu víti skömmu síðar og kom Pétur Theodór Árnarson, sem er heldur betur kominn í gang, þeim í 1-0. Hann var aftur á ferðinni skömmu síðar með mark en Brynjólfur Þór Lárusson minnkaði muninn fyrir Ægi. Nær komust gestirnir ekki.
Grótta er í fjórða sæti með 10 stig en Ægir með eitt stig á botninum.
Grindavík 0-1 Fjölnir
0-1 Hans Viktor Guðmundsson
Grótta 2-1 Ægir
1-0 Pétur Theodór Árnarson
2-0 Pétur Theodór Árnarson
2-1 Brynjólfur Þór Lárusson