Kim Min-Jae varnarmaður Napoli er líklega að fara til FC Bayern en frá þessu greina hinir ýmsu miðlar.
Min-Jae hefur verið orðaður við Manchester United en Bayern hefur nú sest í bílstjórasætið.
Viðræður eru í fullu fjöri um varnarmanninn frá Suður-Kóreu sem var frábær í liði Napoli.
Bayern er tilbúið að borga klásúluna í samningi Kim Min-Jae sem gerir honum kleift að fara fyrir um 50 milljónir punda.
Málin gætu gengið hratt fyrir sig en varnarmaðurinn er sagður spenntur fyrir tilboði frá Bayern.
🔴🇰🇷 @FCBayern are currently on front seat for @sscnapoli centre-back #Kim Min-Jae. Talks are in progress, Bayern are willing to pay Kim's release clause. @Plettigoal @SkySport @SkySportDE
— Gianluca Di Marzio (@DiMarzio) June 15, 2023