fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Hitti stjörnu á förnum vegi og ætlaði ekki að trúa því sem hann sagði – Deildi því með heimsbyggðinni

433
Fimmtudaginn 15. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N’Golo Kante er án efa einn af viðkunnanlegustu mönnum fótboltans. The Upshot reifaði feril leikmannsins og rifjaði upp skemmtilegar sögur.

Kante átti erfitt með að komast að hjá liðum í heimalandinu, Frakklandi, á yngri árum. Að lokum fékk C-deilarliðið Boulogne hann til sín. Þar vakti hann athygli fyrir að mæta alltaf á barna-hlaupahjóli á æfingar.

Miðjumaðurinn vildi tryggja sig ef fótboltaferillinn gengi ekki upp og lærði hann að verða endurskoðandi með boltanum.

Eftir smá uppgang í Frakklandi var Kante fenginn til Leicester 2015. Þar átti hann auðvitað eftir að verða Englandsmeistari ári síðar í einu mesta öskubuskuævintýri sögunnar.

Liðsfélagar Kante þar sannfærðu hann um að fá sér bíl til að fara á æfingar þar sem hann hafði einfaldlega hlaupið á þær árin áður. Þá fékk Kante sér Mini Cooper bifreið sína sem síðar er orðin ansi fræg. Hann keyrir enn um á henni.

Kante lét gott af sér leiða hjá Leicester og leyfði meðal annars leikmanni úr akademíunni, Cedric Kipre, að gista heima hjá sér eftir að honum var hent út úr íbúð sinni.

Kante gekk svo í raðir Chelsea og þrátt fyrir að þéna tugi milljarða á viku hélt hann áfram að lifa hefðbundnum lífstíl. Hann verslaði í lágvöruverslunum og fór frekar á ódýra pizzastaði en dýr steikhús.

Eitt sinn var Kante staddur í mosku í London. Þar rakst hann á stuðningsmann Arsenal sem bauð honum heim til sín í mat. Kante þáði það og þeir félagar horfðu á Match of the Day saman.

Hann hitti annan stuðningsmann Arsenal eftir að Chelsea vann liðið 3-2 eitt skiptið. Stuðningsmaðurinn var leiður yfir úrslitunum en greindi síðar frá því að Kante hafi beðist afsökunar á þessu öllu saman.

Kante er þó ekki alltaf til fyrirmyndar. Hann hefur viðurkennt að hafa svindlað í spilum í landsliðferðum með Frakklandi og þá tók hann tapi gegn Callum Hudson-Odoi í FIFA illa.

Kante var ljúfmennskan uppmáluð þegar Frakkar urðu heimsmeistarar 2018. Leikmenn skiptust á að halda á bikarnum en Kante var ekkert að vekja mikla athygli á sér. Á endanum náði Steven N’Zonzi í bikarinn og rétti honum.

Eitt sinn var Kante spurður út í hvað honum finndist að vera kallaður „vingjarnlegasti maður fótboltans.“

„Ég reyni mitt besta. Ég er ekkert svo vingjarnlegur, ég er bara ég sjálfur,“ svaraði Kante.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítalirnir gætu bjargað bakverðinum

Ítalirnir gætu bjargað bakverðinum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Varð brugðið þegar hann fetaði óvænt í fótspor Gumma Ben – „Ég svitnaði og svitnaði“

Varð brugðið þegar hann fetaði óvænt í fótspor Gumma Ben – „Ég svitnaði og svitnaði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim

Framtíð Neymar að skýrast – Á leið aftur heim
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði sinn síðasta leik í dag

Spilaði sinn síðasta leik í dag
433Sport
Í gær

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford

England: Markaveisla í þremur viðureignum – United tapaði á Old Trafford
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
433Sport
Í gær

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu

Segir það erfitt fyrir hann að vera bróður stórstjörnu