Ítalska félagið Atalanta hefur hækkað verðmiðann sinn á Rasmus Højlund nú þegar Manchester United hefur áhuga.
Daily Mail segir frá en United er hætt við að eltast við Harry Kane og er nú farið að beina spjótum sínum að Højlund.
Danski sóknarmaðurinn átti ágæta spretti á Ítalíu á síðustu leiktíð en hefur ekki sannað sig í heimsklassa.
Daily Mail segir að Atalanta vilji nú fá 86 milljónir punda fyrir Højlund en áður var talið að félagið vildi um 50 milljónir punda.
Højlund er tvítugur framherji sem kom til Atalanta fyrir ári síðan og skoraði níu mörk í Seriu A.