Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir í hlaðvarpi sínu að Sheik Jassim frá Katar sé að kaupa Manchester United.
Ferdinand segist hafa það frá nánum aðila tengdum ferlinu að tilboðið frá Katar verði samþykkt innan tíðar.
„Yfirtakan á Manchester United er að gerast, við erum að heyra að Katar sé að klára þetta. Að það tilboð verði samþykkt,“ segir Ferdinand.
„Ég heyri þetta frá nánu fólki, þetta gætu verið klukkutímar en í mesta lagi nokkrir dagar. Ég er spenntur fyrir þessu.“
„Um leið og þetta klárast fer vonandi eitthvað af stað á markaðnum.“