Félög á Englandi gætu skoðað það að kaupa Antoine Griezmann í sumar en hann fæst ansi ódýrt miðað við markaðinn.
Griezmann skoraði 16 mörk og lagði upp 19 á síðustu leiktíð með Atletico Madrid.
Klásúla er hins vegar í samningi hans sem gerir honum kleift að fara fyrir 21 milljón punda.
Griezmann er 32 ára gamall en er afar klókur leikmaður sem hefur sjaldan treyst á hraða sinn.
Franskir miðlar segja frá klásúlu í samningi hans og að möguleiki sé á því að franski sóknarmaðurinn yfirgefi Atletico í sumar.