Romeo Beckham, sonur David, er genginn endanlega í raðir Brentford frá Inter Miami.
Hinn tvítugi Romeo hefur heillað á láni hjá Brentford og hefur nú skrifað undir eins árs samning.
Romeo er sókndjarfur leikmaður sem hefur spilað með varaliði Brentford hingað til.
Romeo hjálpaði Brentford til að mynda að vinna varaliðsbikarinn á nýafstaðinni leiktíð.