Manchester United er líklegra en Arsenal til að hreppa Moises Caicedo samkvæmt The Athletic.
Caicedo hefur verið sterklega orðaður við Arsenal. Félagið bauð Brighton þá 70 milljónir punda fyrir hann í janúar en því var hafnað.
Arsenal er í leit að miðjumanni og ásamt Caicedo er Declan Rice. Þykir líklegt að hann sé á leið til liðsins frá West Ham.
Newcastle hefur einnig áhuga á Caicedo en ljóst er að hann verður ekki ódýrt.
Það er þá útlit fyrir að United hafi blandað sér í kapphlaupið ef marka má nýjustu fréttir.