Jude Bellingham er dýrasti enski knattspyrnumaður sögunnar eftir að Real Madrid staðfesti kaup hans í dag frá Borussia Dortmund.
Bellingham kostaði spænska stórvelidð 115 milljónir punda og skákar hann hinum litríka Jack Grealish af toppnum.
Grealish kostaði Manchester City sléttar 100 milljónir punda fyrir tveimur árum.
Harry Maguire og Jadon Sancho raða sér í næstu sæti þar á eftir en báðir voru keyptir dýrum dómi til Manchester United. Báðir hafa þeir ollið vonbrigðum á Old Trafford.
Fleiri góðir menn raða sér á listann en Manchester City á fjögur kaup af tíu.