David Raya er búinn að semja um sín kjör hjá Tottenham og virðist á leið til félagsins.
Markvörðurinn á ár eftir af samningi sínum við Brentford og mun ekki endursemja. Félagið vill því selja hann í sumar.
Tottenham er í leit að markverði en Hugo Lloris er á leið niður hæðina. Það virðist sem svo að Raya verði arftaki hans.
Nú standa hins vegar yfir viðræður á milli Tottenham og Brentford, en síðarnefnda félagið vill 40 milljónir punda fyrir kappann.
Raya hefur einnig verið orðaður við Manchester United.
David Raya has accepted all details of Tottenham contract proposal, personal terms are agreed as reported on Sunday ⚪️🤝🏻 #THFC
Conversation ongoing between clubs to reduce £40m asking price. Spurs, on it. Chelsea didn’t meet his agent 2 weeks ago despite reports. pic.twitter.com/f6pHBD6Elb
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 14, 2023