Það er útlit fyrir að Pep Guardiola yfirgefi Manchester City eftir tvö ár, þegar samningur hans rennur út. Þá verður áhugavert að sjá hver tekur við.
The Guardian sagði frá því á dögunum að Guardiola hyggðist ekki framlengja samning sinn við City sem rennur út sumarið 2025.
Spánverjinn hefur náð ótrúlegum árangri í Manchester. Á nýafstöðnu tímabili vann liðið þrennuna, eins og frægt er orðið.
Götublaðið The Sun tók saman sjö manna lista yfir menn sem gætu tekið við af Guardiola árið 2025.
Þar má til að mynda sjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal sem áður var aðstoðarmaður Guardiola og Vincent Kompany, sem spilaði undir hans stjórn.