Það er útlit fyrir að Brendan Rodgers taki við Celtic á nýjan leik. Sky Sports segir að viðræður séu langt á veg komnar.
Rodgers var látinn fara frá Leicester í vor eftir slæmt gengi og er því frjáls ferða sinna.
Hann tók við Leicester árið 2019 og kom einmitt frá Celtic.
Rodgers vann deild og bikar í tvígang er hann stýrði Celtic síðast.
Auk Leicester og Celtic hefur Rodgers verið við stjórnvölinn hjá Liverpool, Swansea, Reading og Watford á ferlinum.