Real Madrid hefur formlega staðfest komu Jude Bellingham til félagins frá Borussia Dortmund. Þetta hefur legið í loftinu.
Hinn 19 ára gamli Bellingham gerir sex ára samning við Real Madrid. Gæti hann kostað félagið allt að 115 milljónir punda.
Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020 en hann kom frá Birmingham. Hann hefur farið gjörsamlega á kostum síðan þá.
Þá átti miðjumaðurinn frábært HM með enska landsliðinu í fyrra sem var ekki til að minnka áhugann á honum.
Fjöldi stórliða hafði áhuga en Real Madrid hafði að lokum betur.
Bellingham verður kynntur fyrir stuðningsmönnum Real Madrid með athöfn á morgun.
👋 @BellinghamJude
🤍 #HeyJude pic.twitter.com/Fm1Pw3brEs— Real Madrid C.F. 🇬🇧🇺🇸 (@realmadriden) June 14, 2023