Erling Braut Haaland virkaði aðeins ryðgaður þegar hann sást yfirgefa íbúðina sína í Manchester ásamt kærustu sinni, Isabel Johansen.
Norski framherjinn var að ljúka við stórkostlegt tímabil með Manchester City. Þar raðaði hann inn mörkum og vann þrennuna með liðinu.
Margir leikmenn City hafa tekið vel á því í drykkju frá því liðið sigraði Meistaradeildina á laugardag í Istanbúl.
Stór hluti hópsins hélt til Ibiza á sunnudeginum en voru allir mættir aftur á mánudaginn til að fagna með stuðningsmönnum í Manchester.
Haaland og Isabel sáust yfirgefa íbúðina sína í gær og mátti sjá að kappinn var aðeins ryðgaður.