Kylian Mbappe, leikmaður Paris Saint-Germain, skilur ekkert í óvirðingunni sem Lionel Messi þurfti oft að þola frá stuðningsmönnum félagsins.
Messi er á förum frá PSG og er á leið til Inter Miami á frjálsri sölu.
Þrátt fyrir að margir telji Messi vera besta leikmann sögunnar var hann alls ekki allra í París.
„Við erum að tala um mögulega besta leikmann í knattspyrnusögunni. Það eru aldrei góðar fréttir þegar Messi fer frá félaginu þínu,“ segir Mbappe.
„Persónulega skil ég ekki af hverju margir eru fegnir yfir því að hann sé farinn. Við erum að tala um Messi. Hann á að virða.
Hann fékk ekki þá virðingu sem hann átti skilda í Frakklandi. Það er synd en svoleiðis er það. Við þurfum að gera það sem við gerum til að leysa hann af.“
Framtíð Mbappe er í lausu lofti en hann gæti verið á förum frá PSG.