Aga- og úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir mál nr. 8/2023 – KR gegn Fylki vegna leiks í Lengjudeild kvenna sem fram fór þann 12. maí síðastliðinn. KR taldi að lið Fylkis hefði verið ólöglega skipað og krafðist þess að KR yrði dæmdur sigur í leiknum.
Í greinargerð KR kom eftirfarandi fram:
„Í leiknum sem fram fór föstudaginn 12. maí síðastliðinn var skráð á leikskýrslu Birna Kristín Einarsdóttir sem liðsstjóri. Hún var ekki skráð meðal varamanna liðs Fylkis en félagið hafði skráð 7 aðra leikmenn sem varamenn á leikskýrslu.
Á 85. mínútu leiksins var Birnu Kristínu hins vegar skipt inn á í stað Birtu Margrétar Gestsdóttur. Þessi skipting var félaginu óheimil enda tiltekið í gr. 9.6. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót að hámarksfjöldi varamanna í leik skulu vera 7. Fylkir hafði kráð 7 varamenn en skipti inni á leikmanni sem ekki var tilgreindur meðal þeirra varamanna.“
Í svari Fylkis kemur fram að villan hafi verið á vef KSÍ en félagið hafi látið dómara vita af breytingu fyrir leik og var fallist á þá útskýringu og málinu vísað frá.