Það er óljóst hvað verður um Joao Felix í sumar. Kappinn er opinn fyrir því að vera áfram á Englandi.
Felix var á láni hjá Chelsea seinni hluta síðustu leiktíðar frá Atletico Madrid.
Nýr stjóri Chelsea, Mauricio Pochettino, hefur ekki áhuga á að fá portúgalska sóknarmanninn alfarið á Stamford Bridge.
Felix vill hins vegar ekki vera áfram hjá Atletico Madrid og leitar sér því að nýju félagi.
Samkvæmt Marca er Felix til í að fara í minna félag vegna skorts á möguleikum í sumar og til að vera áfram á Englandi.
Eru Aston Villa og Wolves nefnd til sögunnar sem hugsanlegir áfangastaðir.