Ole Gunnar Solskjær gæti verið að mæta aftur í enska boltann en Leicester City skoðar það nú að ráða hann.
Solskjær var rekinn frá Manchester United fyrir 19 mánuðum og hefur síðan þá ekki starfað í boltanum.
Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor og leitar af stjóra til að komast beint upp aftur.
Breytingar eru hjá Leicester en margir af bestu mönnum liðsins eru á förum og má þar nefna James Maddison og Harvey Barnes.
Dean Smith stýrði Leicester í síðustu leikjum tímabilsins eftir að Brendan Rodgers var rekinn en hann verður að öllum líkindum ekki áfram.