Samkvæmt enska blaðinu Daily Mail hefur Arsenal áhuga á því að kaupa Kai Havertz sóknarmann Chelsea í sumar.
Segir í fréttinni að Arsenal fari á fulla ferð í að kaupa Havertz þegar búið verði að ganga frá Declan Rice.
Arsenal er langt komið í viðræðum við West Ham um kaup á enska landsliðsmanninum.
Havertz er 24 ára gamall og hefur mikla hæfileika en hann hefur ekki alveg náð að sanna ágæti sitt hjá Chelsea.
Havertz getur leyst flestar stöður í fremstu víglínu og myndi auka samkeppnina hjá Arsenal.