„Þetta var bara nokkuð fínt,“ segir Alfons Sampsted leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og Twente í Hollandi.
Eftir góð ár hjá Bodø/Glimt í Noregi ákvað Alfons að flytja sig um set í upphafi árs og flytja til Hollands. Twente er stór klúbbur þar í landi.
„Ég vissi að þetta yrði breyting, að ég myndi byrja leiki, eitthvað á bekknum og eitthvað þar sem ég kæmi eitthvað inn. Ég er farin að læra tungumálið og boltann, þetta voru flottir fjórir mánuðir.“
„Ég ætlaði að nýta þessa fjóra mánuði til að koma mér inn í hlutina og núna eftir sumarfrí er stefnan sett á að spila alla leiki í 90 mínútur.“
Alfons upplifði magnaða tíma með Bodø/Glimt þar sem liðið náði miklum árangri og stóð sig vel í Evrópukeppnum.
„Þetta er öðruvísi fótbolta, það er sóknarbolti í Hollandi og opnari leik. Meiri áhersla á einstaklings gæði, sem er öðruvísi kerfinu í Bodo. Þar sem allt er drillað til andskotans, þetta er önnur vídd af fótbolta sem er gaman að prófa.“