fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

„Það er rosalega faglegt og flott að tala um einhver útpæld kynslóðaskipti en þjálfarinn stillir bara upp besta liðinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 16:00

Frá æfingu Íslands. Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason er ansi brattur fyrir komandi leik íslenska karlalandsliðsins gegn því slóvakíska á laugardag. Hann segir leikmenn gera sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins.

Ísland mætir Slóvakíu á laugardag og Portúgal þremur dögum síðar. Leikirnir eru liður í undankeppni EM 2024, en þangað stefnir Ísland.

„Spennan er að byggjast upp, það er ekki spurning. Það er gott tempó á æfingum og allir komnir saman. Við höfum nokkra daga til að gera okkur klára og vonandi verðum við í toppstandi á laugardaginn,“ segir Alfreð við 433.is.

Hann var ekki með á öllum æfingum Íslands í síðustu viku en er klár í slaginn.

„Við vorum ekkert að taka neina sénsa svo í síðustu viku vorum við að taka smá tíma til að fínpússa. Mér líður gríðarlega vel núna og finnst ég vera klár í þetta.“

Ísland tapaði fyrsta leik riðilsins gegn Bosníu, áður en Strákarnir okkar gjörsigruðu Liechtenstein. Liðið þarf helst að vinna Slóvaka, í það minnsta alls ekki tapa.

„Ég held að það sé engin spurning og við þurfum ekkert að tala það niður. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur. Heimaleikirnir í þessu einvígi munu segja til um hvaða sæti við verðum að berjast um. Ef við ætlum að ná því markmiði sem við erum búnir að setja okkur er þetta skyldusigur. Þó svo að Slóvakarnir séu mjög góðir verðum við að horfa á heimaleikina í þessum riðli sem skyldusigra.“

video
play-sharp-fill

Åge Hareide er að stýra sínum fyrstu æfingum sem þjálfari og líst Alfreði vel á kappann.

„Hann er fyrst og fremst hrikalega hress og skemmtilegur kall. Maður sér líka núna á æfingum hvað hann vill, hvaða áherslur hann er með. Hann er búinn að vera mjög skýr í því hvað hann vill og hvernig hann vill að við spilum.

Hann er gríðarlega reynslumikill og veit hvernig fótbolti virkar. Vonandi mun það skína í gegn á laugardaginn.“

En gerir hann miklar áherslubreytingar?

„Ég held að hver og einn þjálfari komi með sínar áherslubreytingar. Það hafa verið einhverjar breytingar á millri allra þjálfara sem við höfum haft hjá landsliðinu, sem er mjög eðlilegt. Svo er þetta þannig að við þurfum úrslit strax. Við höfum ekki mikinn tíma þó allir þurfi tíma í fótbolta.“

Íslenska karlalandsliðið hefur áður náð ansi góðum úrslitum á Laugardalsvelli í júní og eru þetta hvað skemmtilegustu leikirnir að spila að sögn margra.

„Maður sér þessa leiki síðustu árin í hyllingum. Þetta voru geggjaðar upplifanir og við unnum stórar þjóðir hérna. Það er bara standardinn og við þurfum að reyna að fylgja því.“

Landsliðið hefur gengið í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarið. Alfreð telur blönduna í hópnum góða.

„Það er engin ein rétt leið til að fara í gegnum kynslóðaskipti. Oft gerist þetta bara náttúrulega og hlutirnir gerast eins og þeir gerast. Á endanum spila bara þeir sem eru bestir hverju sinni í hverri stöðu. Það er rosalega faglegt og flott að tala um einhver útpæld kynslóðaskipti en þjálfarinn stillir bara upp besta liðinu.

Þannig var þetta líka þegar við komum upp. Það var ekkert verið að búa til pláss fyrir yngri leikmenn í liðinu. Leikmenn voru bara komnir það langt að þeir áttu skilið að byrja inn á. Svo þarftu bara þína 15-20 A-landsleiki til að vera kominn inn í þetta. Margir af þessum strákum hafa fengið þá leiki síðustu tvö þrjú ár og það er bara hrikalega jákvætt fyrir þá. Við verðum líka að geta treyst á yngri leikmenn, ekki bara að eldri leikmenn haldi þessu uppi. Við erum lið og þurfum á öllum að halda.“

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
Hide picture