Kylian Mbappe vill fara frá PSG og vegna þess að mögulegur nýr eigandi Manchester United verður frá Katar er hann nú orðaður við félagið.
Mbappe hefur látið PSG vita að hann framlengi ekki samning sinn við félagið.
PSG ætlar því að reyna að selja hann í sumar því annars fer Mbappe frítt frá félaginu eftir ár og það vill franska félagið ekki. Real Madrid er lang líklegasti áfangastaður hans.
En ensk blöð velta því fyrir sér hvernig United gæti stillt upp ef Sheik Jassim kaupir félagið og festir kaup á Mbappe.
Sóknarlína United myndi styrkjast mikið en búist er við að Mason Mount komi á miðsvæðið og þá er búist við að varnarlínan og markvarðarstaðan verði styrkt.
Svona gæti liðið hjá United litið út.