Stuðningsmenn Arsenal eru öruggir á því að Declan Rice sé að mæta til félagsins og sérstaklega eftir myndir úr herbúðum enska landsliðsins.
Enska landsliðið hefur hafið undirbúning fyrir komandi verkefni í undankeppni Evrópumótsins.
Rice var fljótur að fara til leikmanna Arsenal þegar hópurinn kom saman, frá þessu segja ensk blöð.
Hann tók í höndina á Bukayo Sakao og var fljótur að fara og spjalla við Aaron Ramsdale markvörð Arsenal.
Búist er við að Arsenal reyni að ganga frá kaupum á Rice á allra næstu dögum en kaupverðið verður í kringum 100 milljónir punda.