Katarinn Sheikh Jassim bin Hamad al-Thani er að hafa betur í kapphlaupinu við Sir Jim Ratcliffe um að eignast Manchester United.
Það er katarski miðillinn Al-Watan sem heldur þessu fram, en miðillinn er í eigu föður Sheikh Jassim.
Talið er að tilboð Sheikh Jassim í United sé 5 milljarða punda virði, það hafi verið samþykkt og verði tilkynnt um það fljótlega.
Þá mun Katarinn eignast 100 prósent hlut í United. Þar með mun Glazer-fjölskyldan hverfa á brott, eitthvað sem margir stuðningsmenn félagsins fagna.
Tilboð Ratcliffe var á þann veg að hann myndi eignast 60% hlut. Í því tilfelli yrðu Avram og Joel Glazer enn viðloðnir félagið.