Jack Grealish hefur tekið hressilega á því í drykkju frá því Manchester City varð Evrópumeistari á laugardag eftir sigur á Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbúl.
Liðið fagnaði vel í Tyrklandi eftir að hafa tryggt sér titilinn og á sunnudag flaug liðið heim til Manchester. Þaðan fór hins vegar stór hluti hópsins til Ibiza.
Þar var djammað á sunnudagskvöld, áður en hópurinn kom aftur til Manchester í gær og fagnaði með stuðningsmönnum sínum á opinni rútu.
Nú hafa birst myndir af Grealish frá því hann yfirgaf hótelið á Ibiza í gærmorgunn. Þar mátti sjá hann styðja sig við Kyle Walker, liðsfélaga sinn.
„Liðsfélagar Jack héldu honum uppi og komu honum í rútu. Þegar þeir komu á flugvöllinn sá starfsfólk þar að hann átti í erfiðleikum með gang og kom með hjólastól. Hann gat þó gengið upp í vél sjálfur,“ segir sjónarvottur enska götublaðsins The Sun.
Grealish er þekktur fyrir að kunna að skemmta sér og mun hann án efa gera það þar til hann þarf að mæta til æfinga með City á ný síðar í sumar.
Jack Grealish had to be held up by Kyle Walker as he left their hotel in Ibiza on Monday morning, before being offered a wheelchair by staff at the airport.
📸 Splash, @SunSport pic.twitter.com/Sd2yM1Zk1d
— City Xtra (@City_Xtra) June 12, 2023