N’Golo Kante er við það að ganga í raðir Al Ittihad í Sádi-Arabíu. Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum.
Kappinn er að verða samningslaus hjá Chelsea og fer á frjálsri sölu.
Kante er 32 ára gamall og var einn besti miðjumaður heims fyrir ekki svo löngu.
Hann missti hins vegar af stærstum hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla og er farið að draga af honum.
Kante fer nú til Al Ittihad, þar sem hann hittir fyrir landa sinn Karim Benzema.
Frakkinn er búinn að ganga undir fyrri hluta læknisskoðunar í Sádi-Arabíu en hann mun fljótlega skrifa undir samninginn. Al Ittihad vonast til að klára dæmið á næsta sólarhring.
Kante mun þéna því sem nemur 100 milljónum evra á tímabili í Sádi-Arabíu þegar allt er tekið inn í myndina, þar á meðal auglýsingasamningar og slíkt. Hann gerir tveggja ára samning.
Understand Al Ittihad are finally confident to get N'Golo Kanté deal signed within the next 24 hours. Agreement reached last week, first part of medical done but still waiting on player/agents signature. 🚨🟡⚫️ #CFC
Deal set to be sealed with final round of talks today. pic.twitter.com/ngciyW37eQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2023