Segja má að netverjar séu orðlausir eftir að Erling Haaland framherji Manchester City reif sig úr að ofan í gær.
City liðið fagnaði þá á götum Manchester en mynd af Haaland berum að ofan vekur þar mesta athygli.
Norska skrímslið er í ansi góðu formi en hann var lang besti leikmaður enska boltans á yfirstandandi tímabili.
Haaland kom til Manchester City fyrir tæpu ári síðan og í vetur birtist mynd af honum á brókinni. Hún er ansi áhugaverð í samanburði við það sem er í gangi hjá Haaland í dag.
Norski framherjinn virðist hafa bætt á sig miklu magni af vöðvum eins og sjá má á myndinni frá því í gær og myndinni hér að neðan.