Aga og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Alberto Sánchez Montilla í fjögurra leikja bann fyrir að bíta leikmann Kára um helgina.
Margir áttu von á þyngri dóm en sem dæmi fékk Luis Suarez fjögurra mánaða bann frá fótbolta árið 2014 fyrir að bíta Giorgio Chiellini leikmann Ítalíu. Var það í þriðja sinn sem Suarez beit andstæðing sinn.
Liðin mættust í 3 deild karla í um helgina og gerðu 1-1 jafntefli. Bæði Montilla og Hilmar Halldórsson leikamður Kára fengu rautt spjald vegna málsins. Hilmar fær tveggja leikja bann
„Hilmar Halldórsson á leið í stífkrampasprautu í fyrramálið eftir þetta ógeðfellda athæfi. Alberto fékk rautt spjald í leiknum, en líka Marinó Hilmar er hann ýtti Alberto af Hilmari þegar Alberto var að bíta Hilmar sem ættu jú að þykja eðlileg viðbrögð við jafn ógeðfelldum aðstæðum,“ segir á vef Kára.