Kylian Mbappe er mikið í fréttum þessa stundina eftir bréf sem hann sendi félagi sínu, Paris Saint-Germain, þess efnis að hann ætlaði ekki að framlengja samning sinn.
Mbappe skrifaði undir tveggja ára samning við PSG í fyrra með möguleika á árs framlengingu. Aðeins hann gat virkjað þann möguleika. Kappinn sendi PSG svo formlegt bréf í gær um að það myndi hann ekki gera og er stjórn félagsins ansi hissa. Sá möguleiki hefði nefnilega sjálfkrafa verið sleginn af borðinu 1. ágúst næstkomandi, nema samið væri um annað.
Afstaða PSG er sögð skýr. Leikmaðurinn verði seldur í sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.
Mbappe hefur sterklega verið orðaður við Real Madrid en svaraði einum svoleiðis orðrómi á Twitter.
„Lygar. Ég hef þegar sagt að ég muni vera áfram hjá PSG á næstu leiktíð, þar sem ég er ánægður.“
Þetta stangast á við fréttir um að PSG ætli að selja Mbappe ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.
MENSONGES…❌
En même temps plus c’est gros plus ça passe. J’ai déjà dis que je vais continuer la saison prochaine au PSG où je suis très heureux. https://t.co/QTsoBQvZKU— Kylian Mbappé (@KMbappe) June 13, 2023