Framtíð Romelu Lukaku er í lausu lofti en það er áhugi frá Sádi-Arabíu þessa stundina.
Lukaku var á láni hjá Inter frá Chelsea á nýafstaðinni leiktíð en á nú að snúa aftur til Lundúnaliðsins.
Það er hins vegar alls óvíst hvort hann eigi framtíð á Stamford Bridge. Hann var keyptur til Chelsea frá Inter sumarið 2021 fyrir tæpar 100 milljónir punda.
Belginn stóð engan veginn undir væntingum og var lánaður aftur til Mílanó eftir ár.
Inter vill halda leikmanninum en það er áhugi frá Al Hilal í Sádi-Arabíu þessa stundina.
Goal heldur því fram að Lukaku sé farinn út í viðræður við félagið.
Eins og flestir vita heldur fjöldinn allur af stjörnum til Sádi-Arabíu þessi misserin.