Calvin Ramsay hægri bakvörður Liverpool hefur verið lánaður til Preston út næstu leiktíð.
Ramsay kom til Liverpool síaðsta sumar frá Aberdeen fyrir rúmar 4 milljónir punda en var meira og minna meiddur.
Ramsay spilaði bara tvo leki fyrir Liverpool og vill Jurgen Klopp að hann spili mikið á næstu leiktíð.
„Ég er mjög ánægður að fara til Preston í næst efstu deild, þetta er góð deild og ég vil fá spilatíma. Það skiptir mig mestu máli,“ segir Ramsay.
„Ég er ánægður með að fá tækifæri til að spila reglulega, það voru nokkur félög sem höfðu áhuga.“
„Ég tel að leikstíll Preston henti mér, því ég get skorað og lagt upp mörk og vil keyra á leikmenn.“