Tómas Johannessen, 16 ára gamall leikmaður Gróttu, er leikmaður 6. umferðar Lengjudeildarinnar í boði Slippfélagsins.
Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur velur leikmann umferðarinnar í lok hvers þáttar af Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is.
Tómas skoraði annað mark Gróttu og átti frábæran leik í 2-2 jafntefli við Fjölni fyrir helgi.
„Það er ekki bara að hann hafi skorað þetta mark heldur er hann bara svo skemmtilegur úti á velli líka. Hann er alltaf að fara á menn, senda úrslitasendingar,“ sagði Hrafnkell um Tómas í þættinum.