Jordi Alba er í viðræðum við Inter Miami um að ganga í raðir félagsins nú í sumar en hann er án félags.
Samningur Alba við Barcelona er á enda og leitar hann sér að nýju verkefni.
Inter Miami krækti í Lionel Messi á dögunum en hann og Alba eru miklir vinir eftir samveruna hjá Barcelona.
Alaba er eins og margir aðrir leikmenn með tilboð frá Sádí Arabíu en hann hefur ekki tekið endanlega ákvörðun.
Segir í færslu Fabrizio Romano að Alba skoði kosti sína á næstu vikum og taki svo ákvörðun.
Understand Jordi Alba is now in active negotiations to join Inter Miami — it’s a concrete possibility. 🇪🇸🇺🇸 #MLS
Alba has two proposals from Saudi, he has made no final decision yet. Player will assess his options and decide in the next weeks. pic.twitter.com/fJm30MGBqo
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2023