Það kemur í ljós á fimmtudag hvernig leikirnir í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð raðast niður.
Mikil spenna ríkir yfirleitt fyrir því að sjá hvernig leikirnir raðast. Fyrsta umferðin vekur mesta athygli.
Enska götublaðið The Sun lét gervigreind spá fyrir um hvernig fyrsta umferðin verður.
Því er spáð að Manchester United og Chelsea eigist við í stórleik. Gervigreindin spáir því að Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley byrji á útivelli gegn Manchester City.
Hér að neðan má sjá hverju gervigreindin spáir.