Það verða ekki fleiri myndir af Jack Grealish á djamminu næstu daga en hann og aðrir leikmenn Manchester City mæta til æfinga hjá enska landsliðinu í kvöld.
John Stones, Kyle Walker, Phil Foden og Kalvin Phillips eru allir í sömu stöðu.
Grealish hefur farið hamförfum eftir sigur City í Meistaradeildinni á laugardag. Hann djammaði fram eftir nóttu og svaf lítið sem ekkert.
City liðið flaug til Manchester á sunnudag en stór hópur liðsins flaug beint til Ibiza og skemmti sér það.
Leikmenn City voru á djamminu til 06:30 á Ibiza og flugu svo til Manchester klukkan 09:00 í gær.
Liðið hélt svo skrúðgöngu og skemmti sér saman í Manchester í gær þar sem Grealish var svo sannarlega allt í öllu.
Gamanið er búið í bili því enska landsliðið á leik gegn Möltu á föstudag og anna leik eftir helgi. Eftir þá leiki má búast við að Grealish hendi sér aftur í partý gírinn.