Framtíð Kylian Mbappe er í lausu lofti eftir að hann lét PSG vita af því að hann myndi ekki virkja ákvæði um framlengingu í samningi.
Mbappe getur því farið frítt frá PSG eftir ár en franska félagið vill heldur selja hann í sumar.
The Times segir frá því að Chelsea hafi áhuga á að reyna kaupa Mbappe en ólíklegt er talið að hann fari í lið sem ekki er í Meistaradeild Evrópu.
FC Bayern hefur látið það berast að félagið hafi ekki efni á því að kaupa Mbappe sem er 24 ára gamall.
Lang líklegast er talið að Real Madrid láti til skara skríða en ekki er útilokað að Manchester City reyni á það að fá Mbappe.
Manchester United gæti reynt að fá hann en það er talið ólíklegt vegna þeirrar óvissu sem er í kringum eignarhald félagsins.