Sky í Þýskalandi segir frá því að Declan Rice verði ekki leikmaður FC Bayern. Félagið hefur gefist upp á að reyna að sannfæra hann.
Thomas Tuchel þjálfari Bayern hefur ólmur viljað reyna að fá Rice en félagið telur sig ekki eiga möguleika.
Mestar líkur eru á því að Rice fari frá West Ham á næstu dögum og semji við Arsenal.
Arsenal hefur undanfarna mánuði unnið nokkuð mikla vinnu í því að gera allt klárt til þess að reyna að fá Rice.
Rice er enskur landsliðsmaður en West Ham er tilbúið að selja hann fyrir um 100 milljónir punda í sumar.