Arsenal hefur átt í viðræðum við fulltrúa Folarin Balogun um framtíð leikmannsins.
Sky Sports segir frá þessu.
Balogun er á mála hjá Arsenal en raðaði inn mörkum fyrir Reims á nýafstaðinni leiktíð, þar sem hann var á láni.
Hinn 21 árs gamli Balogun telur frammistöðu síðustu leiktíðar í Frakklandi verðskulda það að vera reglulega í byrjunarliði hvert sem hann fer næst. Það er alls óvíst að það sé raunhæft hjá Arsenal. Því gæti hann hugsað sér til hreyfings.
Balogun hefur verið orðaður við AC Milan, RB Leipzig og fjölda annarra liða.