fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Arnór vonar að framtíðin fari að skýrast

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 15:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð Arnórs Sigurðssonar er enn óljós eftir að lánsdvöl hans hjá Norrköping lauk á dögunum. Kappinn einbeitir sér nú að komandi leikjum með íslenska landsliðinu.

Ísland mætir Slóvakíu á laugardag og Portúgal þremur dögum síðar í undankeppni EM 2024. Liðið tapaði fyrsta leik riðilsins gegn Bosníu, áður en Strákarnir okkar gjörsigruðu Liechtenstein. Liðið þarf helst að vinna Slóvaka, í það minnsta alls ekki tapa.

„Stemningin er mjög góð. Það er alltaf gaman að koma saman með strákunum í landsliðinu og maður finnur að það er góð stemning. Það eru mikilvægir leikir framundan,“ segir Arnór við 433.is.

Liðið gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Slóvökum.

„Við vitum hversu mikilvægur leikur það er. Það er mjög mikilvægt að við höldum í okkar og förum ekki að ofhugsa hlutina þá þessi leikur skipti gríðarlega miklu máli. Við þurfum að vera 110% klárir og sækja þrjú stig.“

Arnór er á mála hjá CSKA Moskvu. Lánssamningur hans við Norrköping rann út nýlega. Kappinn var spurður út í framtíðina með félagsliði.

„Það fer vonandi að skýrast fljótlega. Ég vona að það fari að klárast svo ég geti einbeitt mér að því.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
Hide picture