Samkvæmt fréttum á Englandi ætlar Wilfried Zaha að hafna svakalegu tilboði frá Al Nassr í Sádí Arabíu.
Zaha stendur til boða að fá 45 milljónir punda í árslaun eða um 8 milljarða.
Zaha yrði þá í hópi launahæstu leikmanna í heimi en hann vil frekar reyna að komast í félag í Meistaradeildinni.
Crystal Palace hefur boðið honum veglegan samning en hann hefur ekki viljað taka honum.
Sagt er að PSG vilji fá Zaha en miklar breytingar eru að verða hjá félaginu, Lionel Messi fór, Kylian Mbappe vill fara og PSG vill losna við Neymar.