Liverpool ætlar sér að sækja tvo miðjumenn í sumar nú þegar Alexis Mac Allister er mættur til félagsins.
Fabrizio Romano segir frá þessu en nokkrir miðjumenn eru orðaðir við Liverpool.
Romano segir að Klopp ætli einnig að styrkja vörnina og að miðvörður sé ofarlega á lista.
Varnarleikur Liverpool hefur oft verið betri en á síðustu leiktíð og vill Klopp styrkja þá stöðu.
Félagaskiptamarkaðurinn er að fara á flug en nokkrir leikmenn eru að yfirgefa Liverpool og má þar nefna James Milner, Naby Keita og Roberto Firmino.
Liverpool are working on two more new midfielders after Mac Allister but there’s also clear intention to sign a new centre back this summer. 🔴 #LFC
Klopp and new director Schmadtke, on it — contacts are taking place behind the scenes for new CB, priority left footed. pic.twitter.com/jcBMXZbt5h
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2023