Wilfried Zaha gæti verið á förum frá Crystal Palace nú þegar samningur hans er að renna út. Hann er orðaður við Paris Saint-Germain.
Það er staðarmiðilinn Le Parisien sem heldur því fram að PSG hafi sett sig í samband við hinn þrítuga Zaha.
Kappinn hefur verið á mála hjá Place síðan 2015 en er samningur hans að renna út. Hann getur því farið frítt í sumar.
Zaha hefur verið orðaður við Al Nassr í Sádi-Arabíu en sjálfur er hann sagður vilja vera áfram í Evrópu. PSG gæti því reynst góður kostur.
Lionel Messi er farinn frá PSG til Inter Miami og kæmi Zaha meðal annars til með að leysa hann af.