Kristján Óli Sigurðsson spekingur Þungavigtarinnar gekk út úr þætti dagsins þegar Mikael Nikulásson þjálfari KFA fór að dásama Jordan Pickford.
Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi þáttarins fór þá að ræða þá frétt að Jordan Pickford markvörður Everton væri á óskalista United í sumar.
Kristján vonar að það sé grín. „Það ætla ég rétt að vona, ég stend við það ég hætti að halda með félaginu og brenni allar treyjur sem ég á ef hann kemur,“ segir Kristján sem er stuðningsmaður United.
Mikael er hins vegar spenntur fyrir Pickford. „Bara geggjaður markvörður, hann er búinn að skila Englandi í undanúrslit og úrslit á stórmóti. Átta liða úrslit síðast,“ sagði Mikael.
Kristján fékk þá nóg og gekk úr hljóðveri og þættinum lauk skyndilega. „Ég held ég gangi út úr þessu hljóðveri ef hann heldur áfram að bulla eitthvað um Pickford., ég þakka fyrir mig sjáumst,“ sagði Kristján.
Ríkharð Óskar greindi svo frá því að Kristján væri farin og þættinum lauk þar með.