Stór hluti af leikmannahópi Manchester City flaug með einkaflugvél til Ibiza í gærkvöldi til þess að skemmta sér.
Leikmenn City fögnuðu vel í Istanbúl á laugardag og fram eftir morgni, liðið vann Meistaradeildina í Tyrklandi.
Allur hópurinn flaug svo til Manchester með bikarinn í gær en stór hluti af hópnum skellti sér til Ibiza.
Leikmennirnir stoppa ekki lengi þar því síðdegis í dag er City með skrúðgöngu í Manchester og þangað eiga allir að mæta.
Erling Haaland var í hópi þeirra sem fór til Ibiza en Kevin De Bruyne, Ilkay Gundogan og Stefan Ortega urðu efitr í Manchester og fóru út að borða með starfsfólki City.