Eftir sigur Manchester City á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina bað Erling Braut Haaland goðsögnina Thierry Henry um ráð í beinni útsendingu.
Eins og allir vita átti Haaland ótrúlegt tímabil, raðaði inn mörkum og vann þrennuna með City á sinni fyrstu leiktíð á Englandi.
Henry var á setti CBS eftir leik og kom Haaland til þeirra. „Ef þú gætir gefið mér eitt ráð, hvað væri það?“ spurði Norðmaðurinn Henry.
„Í vítateignum er ekkert sem þú átt eftir að læra, það er enginn betri þar. En þegar þú snýrð baki í markið, ferð til hægri og tekur hlaupin sem þú vilt ekki endilega taka, það er eitthvað sem þú getur bætt þig í.
Þá munið þið samt vinna fernuna. Ef þú gerir þessa hluti er þetta búið fyrir aðra og þú skorar 100 mörk á viku,“ svaraði Henry léttur.
Haaland var sammála Henry.
„Ég er sammála. En ég er auðvitað bara 22 ára. Það er svo mikið sem ég á eftir að læra. Ég hef til dæmis lært svo mikið frá því ég kom til Dortmund. Hvernig ég hugsa fyrir og eftir leiki, hvernig ég kem mér í gírinn og hvernig ég tala við aðra.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
Erling Haaland asks Thierry Henry for advice.🤖
And Titi responds with the secret to Haaland scoring 100 goals PER WEEK.👀 pic.twitter.com/doLwbJolHC
— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) June 11, 2023