Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð2 Sport skilur ekki á hvaða vegferð Kjartan Henry Finnbogason framherji FH er á.
Kjartan hefur fengið gagnrýni eftir helgina þar sem hann virtist skalla Damir Muminovic varnarmann Breiðabliks. Atvikið átti sér stað í 2-2 leik liðanna í Bestu deildinni.
Þetta er auðvitað gult á báða😂 pic.twitter.com/ISPDgwD0Gd
— Freyr S.N. (@fs3786) June 10, 2023
Lárus Orri gagnrýnir þó Damir fyrir að láta sig falla við höggið frá Kjartani sem var ekki fast.
„Ef við byrjum bara á Damir þá er ég vonsvikinn með Damir. Damir á ekkert að henda sér í jörðina þarna. Hann [Kjartan] kemur við hann klárlega en hann skallar Damir ekki niður. Damir á bara að taka þessu eins og maður og segja Kjartani að hætta þessari vitleysu. Hann á ekki að henda sér svona í jörðina,“ sagði Lárus Orri á Stöð2 Sport í gærkvöldi.
Lárus er hins vegar hugsi yfir því hvað Kjartan Henry sé að gera. Á dögunum fékk hann mikla gagnrýni fyrir harkalega framgöngu í leik Víkings og FH og var hann dæmdur í árs bann.
„Varðandi Kjartan Henry þá veit ég ekki hvað honum gengur til. Er þetta hluti af einhverri „harða kalls“-ímynd sem hann vill hafa? Ég get ekki séð það. Eftir hvert atvik þá er hann í einhverjum drottningarviðtölum og með einhverjar útskýringar á miðlum á því hversu saklaus hann sé. Ég átta mig ekki á því á hvaða vegferð hann er,“ sagði Lárus Orri.