Ef marka má Guardian hefur Pep Guardiola tekið ákvörðun um það að hætta með Manchester City þegar samningur hans rennur út.
Guardiola er með samning til 2025 og á því bara eftir tvö tímabil með City.
Guardian er iðulega nokkuð áreiðanlegur miðill og segir blaðið að Guardiola hafi tekið þessa ákvörðun.
Guardiola var að klára sitt besta tímabil með City þar sem liðið vann þrennuna, liðið vann úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardag.
Guardiola hefur stýrt City frá 2016 en virðist hafa tekið ákvörðun um að snúa sér að öðru þegar þessi samningur klárast.