Andre Onana, markvörður Inter, hefur undanfarna daga verið orðaður við Chelsea.
Markvörðurinn heillaði á nýafstaðinni leiktíð með Inter en félagið á í fjárhagsvanda og þarf að selja leikmenn í sumar.
Onana er einn af þeim sem gæti farið, þó svo að hann eigi fjögur ár eftir af samningi sínum við Inter.
Inter er sagt hafa skellt 55 milljóna punda verðmiða á Onana. Samkvæmt The Sun er Chelsea hins vegar til í að bjóða ítalska félaginu tvo menn á móti, þá Romelu Lukaku og Kalidou Koulibaly.
Lukaku var á láni hjá Inter á þessari leiktíð á meðan Koulibaly kom til Chelsea frá Napoli fyrir um ári síðan.
Inter er þegar farið að undirbúa framtíðina án Onana og ætlar sér að fá markvörðuinn Guglielmo Vicario frá Empoli í hans stað.