Þremur leikjum lauk nýlega í Bestu deild kvenna.
FH gerði ansi góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna. Mörk liðsins gerðu þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Esther Rós Arnarsdóttir snemma leiks.
Valur kjöldróg þá Tindastól, 5-0. Bryndís Arna Níelsdóttir gerði þrennu í leiknum. Valur fór aftur á toppinn en þangað höfðu Blikakonur farið tímabundið fyrr í kvöld.
Loks vann Keflavík sterkan útisigur á Þrótti R. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar fékk að líta rauða spjaldið eftir um tíu mínútur í seinni hálfleik. Gestirnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk. Þar voru að verki Linli Tu og Sandra Voitane.
Ísabella Arna Húbertsdóttir minnkaði muninn fyrir Þrótt en nær komust heimakonur ekki.
Stjarnan 0-2 FH
0-1 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
0-2 Esther Rós Arnarsdóttir
Valur 5-0 Tindastóll
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir (Víti)
2-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir
3-0 Bryndís Arna Níelsdóttir
4-0 Bryndís Arna Níelsdóttir
5-0 Fanndís Friðriksdóttir
Þróttur R. 1-2 Keflavík
0-1 Linli Tu
0-2 Sandra Voitane
1-2 Ísabella Arna Húbertsdóttir